Hin þrítuga Halep, sem vann Opna franska árið 2018, er á meðal fjölmargra sterkra tenniskvenna sem hafa fallið úr keppni á mótinu. Aðeins þrjár konur af þeim efstu tíu á heimslistanum standa eftir; Iga Swiatek, sem er efst á lista, Paula Badosa, þriðja, og Aryna Sabalenka, sjöunda.
Halep tapaði 6-2, 2-6 og 1-6 fyrir hinni 19 ára gömlu Zheng, þar sem henni fataðist rækilega flugið eftir því sem leið á. Greint er frá því að hún hafi fengið kvíðakast á meðal leiknum stóð, þar sem hún átti í erfiðleikum með andardrátt og þurfti að kalla til þjálfara sinn og lækni.
Halep kveðst „ekki hafa vitað hvernig hún ætti að taka á ástandinu“ í gær en segist hafa fengið slík köst áður.
„Ég lendi ekki oft í þessu,“ sagði Halep. „Ég veit í raun ekki af hverju þetta gerðist, vegna þess að ég leiddi leikinn og var að spila vel. En þetta gerðist, og eins og ég segi, ég tapaði mér og gat ekki einbeitt mér.“
„Eftir leikinn var þetta mjög erfitt en ég hef það fínt núna. Ég hef jafnað mig og mun læra af þessu. Þetta var ekkert hættulegt, finnst mér, en þetta gerðist. Svo það er gott að ég get brosað núna.“ sagði Halep.
Í ljósti óvæntra úrslita á mótinu til þessa, meðal annars tap Karolinu Pliskovu, silfurhafanum frá Wimbledon-mótinu, fyrir hinni frönsku Leoliu Jeanjean, sem er í 227. sæti á heimslistanum, þykir flest benda til sigurs Igu Swiatek.