Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 13:37 Börkur Patagoníugrátviðs. Hann vex afar hægt og getur orðið allt að 45 metra hár. Vísir/Getty Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess. Chile Vísindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Tréð, sem er kallað langafi, er í Alerce Costero-þjóðgarðinum í Suður-Síle. Vísindamönnunum hefur ekki tekist að aldursgreina það nákvæmlega vegna þess hversu bolur þess er gríðarlega sver. Hann er fjórir metrar í þvermál en venjulega eru tekin eins metra þver sýni til að telja trjáhringi sem segja til um aldur. Því notaði notaði hópurinn tölvulíkön til viðbótar við að telja aldurshringina sem hann náði í sýni. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tréð sé allt að 5.484 ára gamalt, umtalsvert eldra en broddafurutré í Kaliforníu sem hefur verið talið það elsta á jörðinni til þessa. Furan er 4.853 ára gömul. Sé aldursmælingin rétt er grátviðurinn (Fitzroya cupressoides) töluvert eldri en pýramídarnir í Egyptalandi og skaut upp kollinum um það leyti sem mannkynið tileinkaði sér ritlist. This lush forest in southern Chile might be home to the world s oldest tree https://t.co/3hNQSBiKsv pic.twitter.com/L3j3m9sgmX— Reuters (@Reuters) May 27, 2022 Jonathan Barinchivich, vísindamaðurinn sem stýrir rannsókninni, segir Reuters-fréttastofunni að 80% líkur séu á að grátviðurinn sé meira en fimm þúsund ára gamall. Fimmtungslíkur séu á að hann sé yngri. Barinchivich hefur áhyggjur af hvað tréð er áberandi í þjóðgarðinum. Ferðamenn fari oft af útsýnispalli, gangi á rótum trésins og taki með sér hluta af berki þess. Barichivich segir að sambærileg tré í Bandaríkjunum séu falin til að forðast ágang ferðafólks. Segist hann vona að fólk hugsi um það í augnablik hvað það þýði að lifa í fimm þúsund ár og setji það í samhengi við eigið líf og loftslagsvandann. Ekki eru allir tilbúnir að slá aldri trésins föstu. Ed Cook, stofnandi Trjáhringjarannsóknastöðvar Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, segir vísindaritinu Science að eina leiðin til að aldursgreina tré sé að telja alla hringi þess.
Chile Vísindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira