Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 12:57 Sigurlaug Soffía gagnrýnir orð Jóns Gunnarssonar um að með brottvísunum sé verið að fara að lögum. Hún telur það villandi framsetningu. Samsett Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00
„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19