Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir.
„Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr.

Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber.
„Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir.
Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“

En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins?
„Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára.
