Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2022 12:00 Heiða Ragney Viðarsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mættu í upphitunarþátt fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna. stöð 2 sport Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira