Vilja útrýma enskuslettum úr tölvuleikjaheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 11:23 Rafíþróttamenn stunda íþrótt sína. Enska er allsráðandi í tölvuleikjaheimininum eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Vísir/Getty Frönsk málnefnd skipaði opinberum starfsmönnum að hætta að nota ensk íðorð um tölvuleiki. Menningarmálaráðuneyti landsins segir sletturnar hindra skilning fólks en tölvuleikjaspilarar segja reglurnar tilgangslausar. Líkt og á Íslandi eru enskuslettur landlægar í Frakklandi. Frönsku akademían, félagsskapur sem á uppruna sinn að rekja til 17. aldar, hefur lengi amast við slettunum og varað við því að þær spilli franskri tungu. Nú eru það slettur tölvuleikjaspilara sem akademían vill útrýma, að minnsta kosti í ræðu og riti opinberra starfsmanna. Hún leggur til að hætt verði að nota orð eins og „esport“ (ísl. rafíþróttir) og „streamer“ (ísl. streymari) og góð og gegn frönsk orð verði notuð í staðinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólíklegt verður að teljast að akademíunni verði ágengt í að breyta tungutaki tölvuleikjaspilara. Tillaga hennar um að nota „l'acces sans fil a internet“ í staðinn fyrir „wifi“ um þráðlaust net hefur þannig ekki náð neinu flugi. Tillögur akademíunnar eru þó bindandi fyrir opinbera starfsmenn, að sögn The Guardian. Menningarmálaráðuneytið segir að sérfræðingar þess hafi kannað hvort að frönsk orð væru til yfir hugtökin sem það vill skipta út. Markmiðið sé að gera landsmönnum auðveldara með að skilja orðaforða leikjaheimsins. Leikjavísir Frakkland Tækni Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Líkt og á Íslandi eru enskuslettur landlægar í Frakklandi. Frönsku akademían, félagsskapur sem á uppruna sinn að rekja til 17. aldar, hefur lengi amast við slettunum og varað við því að þær spilli franskri tungu. Nú eru það slettur tölvuleikjaspilara sem akademían vill útrýma, að minnsta kosti í ræðu og riti opinberra starfsmanna. Hún leggur til að hætt verði að nota orð eins og „esport“ (ísl. rafíþróttir) og „streamer“ (ísl. streymari) og góð og gegn frönsk orð verði notuð í staðinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólíklegt verður að teljast að akademíunni verði ágengt í að breyta tungutaki tölvuleikjaspilara. Tillaga hennar um að nota „l'acces sans fil a internet“ í staðinn fyrir „wifi“ um þráðlaust net hefur þannig ekki náð neinu flugi. Tillögur akademíunnar eru þó bindandi fyrir opinbera starfsmenn, að sögn The Guardian. Menningarmálaráðuneytið segir að sérfræðingar þess hafi kannað hvort að frönsk orð væru til yfir hugtökin sem það vill skipta út. Markmiðið sé að gera landsmönnum auðveldara með að skilja orðaforða leikjaheimsins.
Leikjavísir Frakkland Tækni Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira