Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 2. júní 2022 07:09 Valdaafmælisins verður minnst næstu fjóra daga. AP Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira