Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir gott fá ferskt blóð í borgarstjórn. Vísir/Ragnar Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Dagur kveðst ánægður með nýjan meirihlutasáttmála og þá sátt sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar hafi náð í lykilmálaflokkum á borð við húsnæðismál, samgöngumál, loftslagsmál, velferðarmál og málefni barna. Það sé spennandi að vinna með Framsókn og fá þar með nýja rödd og áherslur inn í samstarfið. „Ég hef trú á því að það að séu ólíkir flokkar í samstarfi með svolítið ólík sjónarhorn geri ákvarðanir betri, betur undirbúnar og við erum auðvitað að stjórna fyrir hönd borgarbúa, að þróa borgina í takt við það sem kallað var eftir í kosningunum,“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi oddvita flokkanna í dag. Oddvitarnir hafi gefið sér tíma í að fara vel yfir alla málaflokka og skoða hvað mætti gera betur og hraðar. Fulltrúarnir hafi verið staðráðnir í því að finna lausnir þar sem misræmi var í stefnu flokkanna og verið sammála um að mynda sterkan og samhentan meirihluta. „Ég held að við munum sækja í umræðurnar þessa daga öll þessi ár þegar við erum í þessum verkefnum, svo fyrir mér var þetta ómetanlegur tími.“ Fái bæði reynslu og breytingar Aðspurður út í forsendurnar að baki því að deila borgarstjórastólnum segir Dagur að kannanir hafi sýnt fyrir kosningar að stærstur hópur borgarbúa hafi viljað sjá sig leiða borgina áfram en á sama tíma hafi verið sterk krafa um breytingar. „Með þessu þá erum við kannski að svara hvoru tveggja. Samfylkingin er stærsti flokkurinn en Framsókn og Píratar eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Við búum svo vel í þessum meirihluta að hafa þessa breidd og ákváðum að skipta svona með okkur verkum, þá nýtist bæði reynslan en þetta nýja og ferska kemur líka inn,“ segir Dagur. Dagur bætir við að honum finnist skipta mestu máli að með myndun þessa meirihluta sé verið að tryggja framgang lykilverkefna sem hafa verið lengi í undirbúningi en séu núna að komast til framkvæmda. Þar á meðal sé Borgarlína, hjólreiðaáætlun, ný menntastefna og margt fleira sem flokkarnir séu sammála um. „Með þessum meirihluta þá fáum við nægilegan slagkraft til þess að fylgja þessu eftir og það hefur alltaf verið það sem er langefst í mínum huga, ekki það nákvæmlega í hvaða stól ég er.“ Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10