Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 17:37 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Hann segir flugfélagið vera á fleygiferð inn í sumarið. Stöð 2/Egill Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022. Heildarframboð í maí var um 75 prósent af framboði sama mánaðar árið 2019. Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum farþegatölum Icelandair fyrir maímánuð. Farþegar í millilandaflugi voru 291 þúsund eða þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22 þúsund farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116 þúsund og frá Íslandi 51 þúsund. Tengifarþegar voru um 124 þúsund eða um 43 prósent millilandafarþega, samanborið við átta prósent í maí 2021. Stundvísi var 80 prósent en í tilkynningu frá Icelandair segir að það sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74 prósent samanborið við 35 prósent í maí 2021. Farþegum innanlands fjölgaði minna en eftirspurn góð Farþegar í innanlandsflugi voru um 26 þúsund samanborið við átján þúsund í maí 2021. Sætanýting í innanlandsflugi var 80 prósent, samanborið við 72 prósent í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir innanlandsflugi og fjöldi farþega það sem af er ári var svipaður og hann var á sama tímabili árið 2019. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um tólf prósent samanborið við maí 2021 og fraktflutningar minnkuðu um 8 prósent frá fyrra ári. Það sem af er ári hafa fraktflutningar aukist um 4 prósent og seldir blokktímar í leiguflugi eru álíka margir og á sama tímabili í fyrra. Bókunarstaðan góð en vandkvæði til staðar „Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar. Hins vegar, eins og fram hefur komið í fréttum, hafa krefjandi aðstæður á mörgum flugvöllum um þessar mundir valdið talsverðum röskunum á flugi um allan heim. Skýrist þetta fyrst og fremst af því að ekki hefur tekist að manna stöður á flugvöllum í takt við snarpa uppbyggingu flugs eftir faraldurinn. Truflanir sem þessar hafa keðjuverkandi áhrif en aukið umfang flugáætlunar okkar og mikil tíðni á lykiláfangastaði gerir okkur kleift að lágmarka áhrif á farþega eins og mögulegt er. Að koma okkar viðskiptavinum á sinn áfangastað sem allra fyrst, helst samdægurs er ávallt forgangsmál hjá okkur,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira