Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2022 18:26 Reynir telst hafa brotið siðrareglur sem varða hagsmunaárekstur. Vísir Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar. Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Í kærunni tilgreindi Róbert sérstaklega fimm greinar um sig sem birtar voru á vef Mannlífs og vildi einnig meina að miðillinn héldi úti stanslausum áróðri gegn sér fyrir tilstuðlan Halldórs Kristmannssonar, fyrrum samstarfsmanns Róberts. Í kærunni kemur fram að Halldór fjármagni miðilinn að einhverju leyti. Óvönduð og bersýnilega röng umfjöllun Róbert taldi að Reynir hafi brotið gegn siðareglum félagsins með óvandaðri og bersýnilega rangri umfjöllun um sig með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi. Halldór hefur greitt Skrúðás ehf., fyrirtækinu sem Reynir á Mannlíf í gegnum, um þrjátíu milljónir króna fyrir textasmíð og aðstoð við textasmíð. Reynir óskaði eftir því í gegnum lögmann að kærunni yrði vísað frá en til vara að kröfum Róberts verði hafnað. Í andsvörum Reynis við kærunni segir að Halldór sé ekki fjárhagslegur bakhjarl Mannlífs en að hann sjálfur vinni þó að bók um Róbert Wessmann sem Halldór hefur kostað. Vanhæfur til að fjalla um Róbert Að mati siðanefndarinnar er Reynir vanhæfur til að fjalla um málefni Róberts þar sem hann hefur þegið greiðslur frá Halldóri. Telst umfjöllunin vera brot á 5. grein siðareglna sem fjallar um hagsmunaárekstra. Hagsmunaáreksturinn flokkast sem alvarlegur sem er næsthæsti mögulegi flokkur. Trausti Hafsteinsson, fyrrum aðstoðarritstjóri Mannlífs, var einnig kærður en af gögnum málsins verður ekki séð að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri. Hann telst því ekki hafa brotið siðareglurnar.
Fjölmiðlar Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19 Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
Fjölmiðlanefnd tekur stöðu með Mannlífi Sólartúni ehf., útgefanda Mannlífs, verður ekki gert að birta andsvör Ómars R. Valdimarssonar lögmanns vegna umfjöllunar sem miðilinn birti um hann í febrúar. Þetta er niðurstaða Fjölmiðlanefndar en Ómar krafðist íhlutunar nefndarinnar eftir að Mannlíf neitaði því að birta svörin. 4. mars 2022 17:19
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45