Kafbátarleitaræfingin, sem kallast Dynamic Mongoose 2022, mun fara fram dagana 13.-23. júní næstkomandi en alls sex skip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa siglt hingað til lands af þessu tilefni. Æfingin mun að mestu leyti fara fram á hafssvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Íslands annast. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Leitaræfingin fer fram á tveggja ára fresti og skiptast Ísland og Noregur á sem gistíríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð en verið er að stilla saman strengi hér á landi fyrir æfinguna sem hefst í Noregshafi 13. júní.