Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 21:57 Þór Sigurgeirsson tók við lyklum að bæjarskrifstofum Seltjarnarness af Ásgerði Halldórsdóttur í dag. Aðsend Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að á fundinum hafi einnig verið ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar og að Magnús Örn Guðmundsson verður formaður bæjarráðs. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum tryggði Sjálfstæðisflokkurinn sér áframhaldandi hreinan meirihluta í bæjarstjórn með fjóra fulltrúa af sjö. Þór var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs.. Þór hefur starfað við sölu – og markaðsstörf undanfarin ár lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Nú síðustu ár sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými. Þór á ekki langt að sækja áhuga á bæjarstjórnarmálum en faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnarness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna. Hann lét af störfum fyrir réttum 20 árum, vorið 2002. “Mér þykir afar vænt um þessi tímamót og ég hlakka mikið til að starfa fyrir og með bæjarbúum og starfsfólki næstu árin. Sama má segja um samstarf við aðra bæjarfulltrúa og allt það góða fólk sem er að taka sæti í nefndum og ráðum bæjarins” er haft eftir Þór, nýjum bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar í fréttatilkynningu um ráðningu hans. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ segir að á fundinum hafi einnig verið ákveðið að Ragnhildur Jónsdóttir mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar og að Magnús Örn Guðmundsson verður formaður bæjarráðs. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum tryggði Sjálfstæðisflokkurinn sér áframhaldandi hreinan meirihluta í bæjarstjórn með fjóra fulltrúa af sjö. Þór var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar. Þór var bæjarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar á árunum 2006 til 2010. Hann var ennfremur formaður Umhverfisnefndar og fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í stjórn Sorpu bs.. Þór hefur starfað við sölu – og markaðsstörf undanfarin ár lengst af við vátryggingar fyrirtækja og einstaklinga. Nú síðustu ár sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými. Þór á ekki langt að sækja áhuga á bæjarstjórnarmálum en faðir hans, Sigurgeir Sigurðsson var sveitar- og bæjarstjóri Seltjarnarness í röska fjóra áratugi og lengst allra sveitarstjórnarmanna. Hann lét af störfum fyrir réttum 20 árum, vorið 2002. “Mér þykir afar vænt um þessi tímamót og ég hlakka mikið til að starfa fyrir og með bæjarbúum og starfsfólki næstu árin. Sama má segja um samstarf við aðra bæjarfulltrúa og allt það góða fólk sem er að taka sæti í nefndum og ráðum bæjarins” er haft eftir Þór, nýjum bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar í fréttatilkynningu um ráðningu hans.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira