Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 19:21 Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. Ný rammáætlun leit loksins dagsins ljós í dag og stefnt er að afgreiðslu hennar og tuga annarra mála fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vísir/Vilhelm Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14