Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 23:14 Staðan á bráðamóttökunni, og víðar í heilbrigðiskerfinu, er þung um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51
Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent