Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 06:36 Grímur er hann þjálfaði lið Selfoss. Vísir/Vilhelm Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari. Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari.
Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira