Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 18:36 Bjarni Jónsson rifjaði upp þrotlausa baráttu náttúruverndarfólks og heimamanna í Skagafirði fyrir verndun Héraðsvatnanna. Nú stendur til að færa þau í biðflokk í rammaáætlun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni. Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni.
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39