Áform um nafnabreytingu staðfestir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í frétt BBC. Stofnunin mun halda neyðarfund í næstu viku til að ákveða hvort útbreiðsluna skuli flokka sem alþjóðlegt neyðarástand.
„Útbreiðsla apabólu er óvenjuleg og mikið áhyggjuefni. Af þeirri ástæðu hef ég boðað til neyðarfundar við umræður um alþjóðlega heilbrigðisregluvörslu í næstu viku. Þar munum við meta hvort útbreiðslan sé alþjóðlegt neyðarástand,“ er haft eftir Tedros í frétt BBC.
Hann segir stofnunin vinna að því, ásamt sérfræðingum um heim allan, að finna nýtt nafn á veirusýkinguna og mun nýtt nafn vera tilkynnt eins fljótt og unnt er.