Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 18:02 Alls voru 150 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Vísir Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira