Laxinn mættur í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2022 07:54 Myndin er kannski svolítið óskýr er þarna má klárlega sjá lax á H'olmabreiðu í Stóru Laxá Stóra Laxá er ein af þessum ám sem nær á veiðimönnum þvílíkum heljartökum að hún sækir á drauma þegar veiðitímabilið er að byrja. Það verður þess vegna gleðilegt að segja þeim sem sækja ána heim í sumar að laxinn er mættur og það er staðfest. Nökkvi Svavarsson og árnefndin voru við störf í bakka Stóru Laxár og meðal þess sem var verið að gera var að setja kaðal niður í Skerið til að auðvelda aðkomu þar. Þegar þeir kíktu í Hólmabreiðuna sáust að minnsta kosti 10 tveggja ára laxar og þar af voru tveir þeirra í það sem mætti kalla yfirstærð. Stóra laxá er í frábæru vatni eða um 30 rúmmetrum, það er ennþá töluvert af snjó á heiðunum svo það stefnir í að hún verði í góðu vatni í sumar. Veiðihúsið á svæði 1-2 hefur fengið allsvakalega yfirhalningu og breytingar á veiðifyrirkomulaginu verða þannig í sumar að svæði 1-2-3 verða veidd saman og svæði 4 veitt sér. Það er spennandi að fylgjast með því sem er verið að gera við þessa nafntoguðu á og Veiðivísir ætlar að taka púlsinn frá fyrsta degi. Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Veitt og sleppt að sanna ágæti sitt í mörgum ám Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Það verður þess vegna gleðilegt að segja þeim sem sækja ána heim í sumar að laxinn er mættur og það er staðfest. Nökkvi Svavarsson og árnefndin voru við störf í bakka Stóru Laxár og meðal þess sem var verið að gera var að setja kaðal niður í Skerið til að auðvelda aðkomu þar. Þegar þeir kíktu í Hólmabreiðuna sáust að minnsta kosti 10 tveggja ára laxar og þar af voru tveir þeirra í það sem mætti kalla yfirstærð. Stóra laxá er í frábæru vatni eða um 30 rúmmetrum, það er ennþá töluvert af snjó á heiðunum svo það stefnir í að hún verði í góðu vatni í sumar. Veiðihúsið á svæði 1-2 hefur fengið allsvakalega yfirhalningu og breytingar á veiðifyrirkomulaginu verða þannig í sumar að svæði 1-2-3 verða veidd saman og svæði 4 veitt sér. Það er spennandi að fylgjast með því sem er verið að gera við þessa nafntoguðu á og Veiðivísir ætlar að taka púlsinn frá fyrsta degi.
Stangveiði Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Veitt og sleppt að sanna ágæti sitt í mörgum ám Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði