Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. júní 2022 08:29 Ivan Bakanov er leiðtogi úkraínsku leyniþjónustunnar. EPA/Sergey Dolzhenko Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira