það var samkvæmt venju í dag að Reykvíkingur ársins opnar veiðina í Elliðaánum og að þessu sinni voru það Kamilla og Marko sem fengu þann heiður. Fyrstu flugunni kastaði Kamilla í teljarastreng en þar lágu nokkrir nýgengnir laxar sem þó litu ekki við flugunni. Marko tok eitt rennsli á eftir henni en engin lax vildi þó taka að þessu sinni.

Fyrsti laxinn kom svo á land á Breiðunni klukkan hálf níu og það var Kamilla sem landaði honum. Við fréttum af ellefu löxum á land í gær en áin er nokkuð vatnsmikil og þrátt fyrir það er þetta virkilega fín opnun. Það er einstaklega gaman að taka rölt að Sjávarfossi þessa dagana og horfa á laxana stökkva upp fossinn en vegfarendur eru að sama skapi beðnir um að sýna veiðimönnum tillitsemi og fara ekki nærri ánni til að styggja ekki laxinn.
