Úr Skerjafirði á Nesið
Hrefna er komin tæpa fjóra mánuði á leið en fyrir eiga þau fjögur börn úr fyrri samböndum.
Fjölskyldan stefnir nú á það að koma sér vel fyrir á Seltjarnarnesinu þar sem þau festu nýverið kaup á glæsilegu húsi á Bakkavör en fyrir áttu þau hús í Skerjafirði.
Magnús og Hrefna eru bæði þekkt fyrir að vera miklir fagurkerar og mun því vafalaust fara vel um ört stækkandi fjölskylduna á nýjum stað. Einnig eiga þau gullfallegan bústað við Þingvallavatn sem þau keyptu fyrir nokkrum árum af tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur.
Hjónin eiga og reka saman veitingastaðinn ROK við Frakkastíg í miðbæ Reykavíkur.