Mikil aðsókn í opna húsið Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. júní 2022 14:04 Það myndaðist löng röð fyrir utan Álfabakka 14a klukkan 13 þegar bólusetningar hófust. Vísir/Egill Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57