Of veikur listi umsækjenda sendur til Mannréttindadómstólsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2022 14:46 Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, telur líklegast að hugmyndir hafi verið viðraðar innan Evrópuráðsins um að listi umsækjenda Íslands um dómarastöðu við Mannréttindadómstólinn hafi verið of veikur til að leggja til kosningar á Evrópuráðsþingi. samsett/vísir Íslenska ríkið þarf að hefja umsóknarferli um dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir af þremur umsækjendum, sem tilnefndir voru af íslenska ríkinu, drógu umsókn sína til baka í kjölfar viðtala. RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá því að Ísland þyrfti að hefja umsóknarferlið á ný. Ísland skipar einn dómara við dómstólinn og hefur Róbert Ragnar Spanó átt sæti í dómstólnum fyrir Íslands hönd frá árinu 2013, þar af síðustu tvö ár sem forseti dómstólsins. Umsækjendur að þessu sinni voru Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, Oddný Mjöll Arnardóttir landsréttardómari og Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður. Heimildir fréttastofu herma að Stefán Geir og Jónas Þór hafi dregið umsóknir sínar til baka og því hafi verið beint til íslenskra stjórnvalda að hefja umsóknarferlið upp á nýtt með þremur hæfum umsækjendum. Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Vísi að tveir umsækjendur af þremur hafi dregið umsókn sína til baka. „Málið verður tekið upp í fyrramálið á ríkisstjórnarfundi og þá verður gert nánari grein fyrir málinu og næstu skrefum,“ segir Sighvatur. Að sögn Sighvats bárust forsætisráðuneytinu einungis þrjár umsóknir og hæfnisnefnd á vegum ráðuneytisins hafi talið þá alla hæfa til að gegna dómaraembætti við dómstólinn í Strassborg. Sennilega ekki nægilega sterkir umsækjendur Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn segir listann yfir dómara þá sendan til Evrópuráðs. „Listinn er síðan tekinn fyrir í nefnd ráðgjafa á vegum Evrópuráðsins sem tekur kandítana í viðtal. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en í kjölfar viðtalanna í byrjun júní drógu þessir tveir umsækjendur umsókn sína til baka og ég tel líklegast að ástæðan fyrir því sé sú að þarna hafi viðraðar hugmyndir um hvort listinn væri of veikur.“ Stefán og Jónas Þór hafi því sennilega ekki verið taldir nægilega sterkir umsækjendur. Jónas Þór og Stefán Geir drógu umsókn sína til baka.samsett Í skýrslu nefndar Evrópuráðs kemur fram að allir þrír umsækjendurnir hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert er kemur fram um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin. „Þetta er komið það langt að það er svolítið skrýtið að draga þetta til baka á þessum tímapunkti, þegar það er komið að því að kjósa um þetta á Evrópuráðsþinginu.“ Verður að geta svarað spurningum um Mannréttindasáttmálann Davíð bendir á að reglurnar séu þannig að kjósa þurfi á milli þriggja umsækjenda, allir á lista þurfi að vera ótvírætt hæfir meðal annars til að koma í veg fyrir að dómarar séu pólitískt ráðnir. Að öðrum kosti væri hægt að senda lista með einum hæfum ásamt umsækjendum til uppfyllingar. „Ekki það að þetta séu ekki mætir menn, þeir hafa bara ekki mér vitandi neina reynslu af mannréttindasáttmálanum. Viðtalið gengur út á það að geta svarað ýmsum spurningum um sáttmálann og dómaframkvæmd og vera tiltölulega viðræðuhæfur um þetta allt saman,“ segir Davíð Þór. Hann telur líklegt að Oddný Mjöll verði áfram á listanum og þá þurfi að auglýsa aftur og freista þess að fá aðra tvo umsækjendur sem eru ótvírætt hæfir. Oddný Mjöll Arnardóttir var sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka.HÍ/Kristinn Ingvarsson Í skjölum Evrópuráðsins er einnig gert grein fyrir fyrri störfum umsækjenda og öðru sem skipt getur máli við mat á hæfni umsækjenda. Þar er tekið fram að Stefán Geir hafi verið kærður árið 2009 í tengslum við starf sitt sem fyrirtækjalögfræðingur en að kærunni hafi verið vísað frá. Snýr umrætt mál að kæru Ragnhildar Ágústsdóttur á hendur Jóhanni Óla Guðmundssonar, annan aðaleiganda Tals, og Stefáni Geir, þáverandi lögmanns hans, fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrti að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi. Hvorki náðist í Jónas Þór né Stefán Geir við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. 20. janúar 2022 10:23