Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 09:00 Anton Logi Lúðvíksson hefur komið við sögu í átta leikjum Breiaðbliks á leiktíðinni og skorað tvö mörk. Breiðablik „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira