„Við erum komin til þess að hafa mök“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 21:30 Sigga og Sævar elska að vera í flæði og eru í nýjasta þættinum af Betri helmingnum með Ása. Betri helmingurinn Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. Sigga og Sævar eru gestir í nýjasta þættinum af Betri helmingnum með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hélt að hann væri ennþá giftur Parið hefur verið saman síðan árið 2020 en þau trúlofuðu sig í desember á síðasta ári. Þau voru bæði fráskilin þegar þau tóku saman en þekktust lítillega áður en ástin gerði vart við sig. Það var svo örlagaríkt kvöld þar sem Sigga var með vinkonu sinni á Tinder að skoða markaðinn sem Sævar kom upp og „matchaði“ við vinkonuna. „Hver einasta fruma í mér öskraði og ég var bara nei, ég verð að fá að senda á hann skilaboð,“ segir Sigga um þá stund. Hún skrifaði til hans skilaboðin: „Hæ, hæ Svolítið skrítið, ég var að sjá þig á Tinder,“ en hún hélt að hann væri ennþá giftur og að hún væri að standa hann að verki. Í kjölfarið hringdi hann beint í hana, sem henni fannst furðulegt því hún segir flesta senda skilaboð nú til dags í stað þess að hringja. Parið elskar að ferðast.Aðsend Símtalið endaði með stefnumóti Eftir símtalið sagði vinkona hennar „hann á ekki eftir að nenna að hitta þig“ því henni fannst Sigga ekki gefa neitt af sér í símtalinu en sjálf segist hún hafa verið að leggja sig fram við að hlusta. Í lok símtalsins voru þau búin að plana að hittast í kaffibolla daginn eftir. „Ef þú fílar hann ekki þá skal ég taka við honum,“ sagði vinkona hennar sem „matchaði“ við hann á Tinder fyrir fyrsta stefnumótið hjá parinu. Þegar á stefnumótið var komið fóru þau beint í djúpu laugina og ræddu spurningar eins og: „Afhverju skildir þú og hvernig líður þér?“ „Svo stóð ég fyrir framan hann og spurði hvort að hann ætlaði ekki að kyssa mig, bara um miðjan dag eftir kaffibollann og við kysstumst og það var geggjað,“ segir Sigga um fyrsta stefnumótið. Skipulagði fyrstu mökin Annað stefnumótið var með óhefbundnu móti þar sem þau voru á leiðinni í sund og gengu í gegnum kirkjugarð: „Af því að ég er með kirkjugarðablæti,“ segir Sigga sem segist draga Sævar í alla slíka. „Við sitjum í þessum kirkjugarði og erum í sleik,“ segir Sigga og segir þau hafa átt nána stund þar sem þau voru að ræða lífið og tilveruna. Þá tilkynnir hún honum að hún þurfi að fá að vita hvenær þau ætli að sofa saman. Hún segir hann hafa verið hissa þar sem hann taldi að slíkt væri ekki skipulagt en hún bað hann um að opna dagatalið sitt. „Hvað segir þú um annað kvöld klukkan 20:00,“ sagði Sigga þá. Sævar sendi þá stelpuna sína í bíó og Sigga kom í heimsókn og fékk að hoppa í sturtu. „Svo kem ég fram og hann snýr baki í mig og er að vesenast í kaffinu, snýr sér svo við og þar stend ég bara nakin,“ segir Sigga. Sævar brást við með því að segja henni að hann væri að hella upp á kaffi og þá sagði hún „við erum ekki komin til að drekka kaffi, við erum komin til þess að hafa mök.“ Hún segir Sævar hafa svarað kallinu. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson Var ekki á leiðinni í samband „Við það að skilja var ég mjög upptekin af því að ég myndi í rauninni ekki fara í samband af því að ég á þrjú börn, mér fannst það svo mikið, ég var bara: „enginn tekur við því,” segir Sigga sem sá það aðeins fyrir sér að eiga góða vini og hafa gaman. „Sá aldrei fyrir mér að einhver myndi ganga inn í líf barnanna minna. Sá ekki fyrir mér sambúð, sá alls ekki fyrir mér hjónaband, alls alls alls ekki,“ segir Sigga um staðinn sem hún var á þegar þau kynnast. Hún segir það hafa gengið fallega upp hvernig hann kom inn í líf þeirra. „Ég ætlaði ekki að fara í samband með einhverri konu sem ætti mörg börn sko, það var ekki eitthvað sem ég lagði upp með, það var ekki í bio-inu hjá mér á Tinder“ segir Sævar í glensi. Hann segir Siggu vera stórhuga, með stóra drauma og lífsgleði sem heillaði hann mikið. Dragdrottning gifti þau í New York Þau giftu sig í New York og hlupust á rauninni á brott saman þar sem þau voru aðeins tvö þegar dragdrottning erlendis gifti þau. Það var þó haldin veisla með öllu tilheyrandi hérlendis síðustu helgi þar sem þau voru með litla athöfn og almennilegt partý. „Mér finnst hitt eiginlega meira kvíðavaldandi, svona hefbundin gifting. Þú ert að uppfylla drauma annarra, þú ert að ganga inn í hefðir annarra og þú ert að tikka í og passa að þetta sé gert svona en ekki hinsegin,“ segir Sævar og bætir við: „Þetta er ekki alveg á þínum forsendum, þú ert líka að gera þetta fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Sigga Do gg kynfræðingur (@sigga_dogg_kynfraedingur) Brúðkaupsgjöfin er hópfjármögnun fyrir húsbílnum „Við erum með hópfjármögnun á húsbíl, þannig við erum bara með söfnunarreikning,“ segir Sigga um brúðkaupsgjafirnar. Þau hafa nú þegar keypt húsbílinn á lánum og ætla að fjármagna það með brúðkaupsgjöfunum. Sigga segir það sérstaklega skemmtilegt hversu skotinn hann sé í henni í bílnum. Þau hafa einnig náð að nýta bílinn vel í annað en ferðalög en þau mættu á honum í brúðkaup í Garðabæ fyrir stuttu og gistu þar að brúðkaupinu loknu í stað þess að taka leigubíl heim. Þau segja fólk geta átt húsbíl í stað þess að kaupa sér fasteign á markaðnum eins og hann er í dag. Dugleg að deita „Life hackið að við erum viku og viku. Eina vikuna erum við kærustu par og bara krúttlegir unglingar í sleik og svo hina vikuna erum við að leika foreldra. Þá erum við í fullorðinsleik,“ segir Sigga og Sævar segir þau leika það hlutverk mjög vel. Uppáhalds kynlífstækið er frá látinni konu „Ég var fljót að tilkynna Sævari að ég á eina uppáhalds græju og ég fékk hana gefins frá einum frægasta kynfræðingi í heimi. Hún sagðist hafa sérstaklega hlaðið hana með heilandi og góðri píkuorku og mikilli fullnægingu og það er ekki algengt að fá gefins notað kynlífstæki,“ segir Sigga um uppáhalds kynlífsgræjuna. „Hún var líka að afhenda sprotann, hún er dáin,“ segir Sigga og segir það hafa verið fallegt að fá sprotann. Hún segir þetta tæki vera tryllitækið sem slær öll önnur tryllitæki út. Ísland í dag 10 ára plan Parið veit nákvæmlega hvar þau sjá sig eftir tíu ár: „Þá verðum við í húsbíl að keyra um heiminn, við vorum búin að ákveða það,“ segir Sævar. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræða þau meðal annars um kynfræðslu, að halda jólin í júní, hefðir, rómantíkina, ferðalögin, hvernig þeim finnst heimilislífið geta verið leiðinlegt, grænan lífsstíl, flughræðslu Sævars og lífið. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir „Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Sigga og Sævar eru gestir í nýjasta þættinum af Betri helmingnum með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hélt að hann væri ennþá giftur Parið hefur verið saman síðan árið 2020 en þau trúlofuðu sig í desember á síðasta ári. Þau voru bæði fráskilin þegar þau tóku saman en þekktust lítillega áður en ástin gerði vart við sig. Það var svo örlagaríkt kvöld þar sem Sigga var með vinkonu sinni á Tinder að skoða markaðinn sem Sævar kom upp og „matchaði“ við vinkonuna. „Hver einasta fruma í mér öskraði og ég var bara nei, ég verð að fá að senda á hann skilaboð,“ segir Sigga um þá stund. Hún skrifaði til hans skilaboðin: „Hæ, hæ Svolítið skrítið, ég var að sjá þig á Tinder,“ en hún hélt að hann væri ennþá giftur og að hún væri að standa hann að verki. Í kjölfarið hringdi hann beint í hana, sem henni fannst furðulegt því hún segir flesta senda skilaboð nú til dags í stað þess að hringja. Parið elskar að ferðast.Aðsend Símtalið endaði með stefnumóti Eftir símtalið sagði vinkona hennar „hann á ekki eftir að nenna að hitta þig“ því henni fannst Sigga ekki gefa neitt af sér í símtalinu en sjálf segist hún hafa verið að leggja sig fram við að hlusta. Í lok símtalsins voru þau búin að plana að hittast í kaffibolla daginn eftir. „Ef þú fílar hann ekki þá skal ég taka við honum,“ sagði vinkona hennar sem „matchaði“ við hann á Tinder fyrir fyrsta stefnumótið hjá parinu. Þegar á stefnumótið var komið fóru þau beint í djúpu laugina og ræddu spurningar eins og: „Afhverju skildir þú og hvernig líður þér?“ „Svo stóð ég fyrir framan hann og spurði hvort að hann ætlaði ekki að kyssa mig, bara um miðjan dag eftir kaffibollann og við kysstumst og það var geggjað,“ segir Sigga um fyrsta stefnumótið. Skipulagði fyrstu mökin Annað stefnumótið var með óhefbundnu móti þar sem þau voru á leiðinni í sund og gengu í gegnum kirkjugarð: „Af því að ég er með kirkjugarðablæti,“ segir Sigga sem segist draga Sævar í alla slíka. „Við sitjum í þessum kirkjugarði og erum í sleik,“ segir Sigga og segir þau hafa átt nána stund þar sem þau voru að ræða lífið og tilveruna. Þá tilkynnir hún honum að hún þurfi að fá að vita hvenær þau ætli að sofa saman. Hún segir hann hafa verið hissa þar sem hann taldi að slíkt væri ekki skipulagt en hún bað hann um að opna dagatalið sitt. „Hvað segir þú um annað kvöld klukkan 20:00,“ sagði Sigga þá. Sævar sendi þá stelpuna sína í bíó og Sigga kom í heimsókn og fékk að hoppa í sturtu. „Svo kem ég fram og hann snýr baki í mig og er að vesenast í kaffinu, snýr sér svo við og þar stend ég bara nakin,“ segir Sigga. Sævar brást við með því að segja henni að hann væri að hella upp á kaffi og þá sagði hún „við erum ekki komin til að drekka kaffi, við erum komin til þess að hafa mök.“ Hún segir Sævar hafa svarað kallinu. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson Var ekki á leiðinni í samband „Við það að skilja var ég mjög upptekin af því að ég myndi í rauninni ekki fara í samband af því að ég á þrjú börn, mér fannst það svo mikið, ég var bara: „enginn tekur við því,” segir Sigga sem sá það aðeins fyrir sér að eiga góða vini og hafa gaman. „Sá aldrei fyrir mér að einhver myndi ganga inn í líf barnanna minna. Sá ekki fyrir mér sambúð, sá alls ekki fyrir mér hjónaband, alls alls alls ekki,“ segir Sigga um staðinn sem hún var á þegar þau kynnast. Hún segir það hafa gengið fallega upp hvernig hann kom inn í líf þeirra. „Ég ætlaði ekki að fara í samband með einhverri konu sem ætti mörg börn sko, það var ekki eitthvað sem ég lagði upp með, það var ekki í bio-inu hjá mér á Tinder“ segir Sævar í glensi. Hann segir Siggu vera stórhuga, með stóra drauma og lífsgleði sem heillaði hann mikið. Dragdrottning gifti þau í New York Þau giftu sig í New York og hlupust á rauninni á brott saman þar sem þau voru aðeins tvö þegar dragdrottning erlendis gifti þau. Það var þó haldin veisla með öllu tilheyrandi hérlendis síðustu helgi þar sem þau voru með litla athöfn og almennilegt partý. „Mér finnst hitt eiginlega meira kvíðavaldandi, svona hefbundin gifting. Þú ert að uppfylla drauma annarra, þú ert að ganga inn í hefðir annarra og þú ert að tikka í og passa að þetta sé gert svona en ekki hinsegin,“ segir Sævar og bætir við: „Þetta er ekki alveg á þínum forsendum, þú ert líka að gera þetta fyrir fjölskylduna.“ View this post on Instagram A post shared by Sigga Do gg kynfræðingur (@sigga_dogg_kynfraedingur) Brúðkaupsgjöfin er hópfjármögnun fyrir húsbílnum „Við erum með hópfjármögnun á húsbíl, þannig við erum bara með söfnunarreikning,“ segir Sigga um brúðkaupsgjafirnar. Þau hafa nú þegar keypt húsbílinn á lánum og ætla að fjármagna það með brúðkaupsgjöfunum. Sigga segir það sérstaklega skemmtilegt hversu skotinn hann sé í henni í bílnum. Þau hafa einnig náð að nýta bílinn vel í annað en ferðalög en þau mættu á honum í brúðkaup í Garðabæ fyrir stuttu og gistu þar að brúðkaupinu loknu í stað þess að taka leigubíl heim. Þau segja fólk geta átt húsbíl í stað þess að kaupa sér fasteign á markaðnum eins og hann er í dag. Dugleg að deita „Life hackið að við erum viku og viku. Eina vikuna erum við kærustu par og bara krúttlegir unglingar í sleik og svo hina vikuna erum við að leika foreldra. Þá erum við í fullorðinsleik,“ segir Sigga og Sævar segir þau leika það hlutverk mjög vel. Uppáhalds kynlífstækið er frá látinni konu „Ég var fljót að tilkynna Sævari að ég á eina uppáhalds græju og ég fékk hana gefins frá einum frægasta kynfræðingi í heimi. Hún sagðist hafa sérstaklega hlaðið hana með heilandi og góðri píkuorku og mikilli fullnægingu og það er ekki algengt að fá gefins notað kynlífstæki,“ segir Sigga um uppáhalds kynlífsgræjuna. „Hún var líka að afhenda sprotann, hún er dáin,“ segir Sigga og segir það hafa verið fallegt að fá sprotann. Hún segir þetta tæki vera tryllitækið sem slær öll önnur tryllitæki út. Ísland í dag 10 ára plan Parið veit nákvæmlega hvar þau sjá sig eftir tíu ár: „Þá verðum við í húsbíl að keyra um heiminn, við vorum búin að ákveða það,“ segir Sævar. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan en þar ræða þau meðal annars um kynfræðslu, að halda jólin í júní, hefðir, rómantíkina, ferðalögin, hvernig þeim finnst heimilislífið geta verið leiðinlegt, grænan lífsstíl, flughræðslu Sævars og lífið.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir „Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég var 29 ára einstæð móðir og ég var að deita nýstúdent Þá var það fyrir sextán árum, þann 1. apríl árið 2006 nánar tiltekið, að leiðir söngkonunnar Regínu Óskar og smiðsins Sigursveins Þórs Árnasonar lágu saman í fyrsta sinn. 9. júní 2022 21:50
„Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00
Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00