Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á samningafundi í mars 2019. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn. Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira