„Við erum búin að sjá kaupmáttaraukningu hér hjá í raun og veru öllum tekjuhópum. Sögulega lág vanskil og tiltölulega sterka stöðu heimilanna í landinu. Við erum þegar búin að bregðast við gagnvart tekjulægstu hópunum. Það gerðum við með því að hækka greiðslur almannatrygginga, auka húsnæðisstuðning og fleira. Við erum líka búin að boða aðhald í fjármálaátlæun til þess að ríkisfjármálin vinni með peningastefnunni,“ segir Katrín.
Til lengri tíma segir forsætisráðherra að vinna þurfi að úrbótum í húsnæðismálum, auka húsnæðisöryggi. Lífskjarasamningarnir hafi á sínum tíma aukið mjög kaupmáttinn í landinu.
„Þannig að þetta voru mjög góðir samningar. Við erum auðvitað búin að vera vinna heimavinnuna okkar. Hér er búið að vera að funda mjög reglulega í Þjóðhagsráði þar sem saman koma einmitt aðilar vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélög og Seðlabankinn. Þannig að við erum búin að vinna okkur í haginn þannig að við getum tekið höndum saman um það að ná góðum kjarasamningum í haust.“