Vill að þingið leggi eldsneytisskatt til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 20:47 Joe Biden vill að Bandaríkjaþing leggi eldsneytisskatt tímabundið til hliðar. AP Photo/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór fram á það í dag við Bandaríkjaþing, að það myndi samþykkja þriggja mánaða hlé á álagningu eldsneytisskatts. Eldsneytisverð í Bandaríkjunum er, líkt og víða annars staðar, í hæstu hæðum. Biden sagði fyrr í vikunni að hann væri að íhuga tillögu þess efnis. Tilgangurinn væri að aðstoða bandarísk heimili sem og að berjast gegn verðbólgu. Ekki þykir víst að Bandaríkjaþing muni samþykkja að leggja eldsneytisskattinn tímabundið til hliðar, ekki síst vegna andstöðu ýmissa samflokksmanna Bidens á þingi við tillögunni. Biden getur ekki lagt skattinn tímabundið til hliðar, samþykki bandaríkjaþings þarf til þess. Biden sagði í dag að bandarískir borgarar ættu skilið að fá að fá skjól frá hækkandi eldsneytisverði, sem Biden rakti meðal annars til stríðsins í Úkraínu. Þeir þingmenn beggja flokka sem ekki eru vissir um gagnsemi þess að leggja skattinn til hliðar telja ekki ljóst hvort að ávinningurinn af því muni enda í vasa neytenda eða olíuframleiðenda og olíusala. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Biden hvatti einnig yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna til þess að leggja sértæka eldsneytisskatta sem eru í gildi í einstökum ríkjumm til hliðar tímabundið. Þá segist Biden einnig ætla að hefja viðræður við bandaríska olíuframleiðendur um hvernig megi auka framboð á eldsneyti í Bandaríkjunum, meðal annars með því að athuga hvort sé að nýta á ný aflagðar olíuvinnslur. Bensín og olía Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Eldsneytisverð í Bandaríkjunum er, líkt og víða annars staðar, í hæstu hæðum. Biden sagði fyrr í vikunni að hann væri að íhuga tillögu þess efnis. Tilgangurinn væri að aðstoða bandarísk heimili sem og að berjast gegn verðbólgu. Ekki þykir víst að Bandaríkjaþing muni samþykkja að leggja eldsneytisskattinn tímabundið til hliðar, ekki síst vegna andstöðu ýmissa samflokksmanna Bidens á þingi við tillögunni. Biden getur ekki lagt skattinn tímabundið til hliðar, samþykki bandaríkjaþings þarf til þess. Biden sagði í dag að bandarískir borgarar ættu skilið að fá að fá skjól frá hækkandi eldsneytisverði, sem Biden rakti meðal annars til stríðsins í Úkraínu. Þeir þingmenn beggja flokka sem ekki eru vissir um gagnsemi þess að leggja skattinn til hliðar telja ekki ljóst hvort að ávinningurinn af því muni enda í vasa neytenda eða olíuframleiðenda og olíusala. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Biden hvatti einnig yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna til þess að leggja sértæka eldsneytisskatta sem eru í gildi í einstökum ríkjumm til hliðar tímabundið. Þá segist Biden einnig ætla að hefja viðræður við bandaríska olíuframleiðendur um hvernig megi auka framboð á eldsneyti í Bandaríkjunum, meðal annars með því að athuga hvort sé að nýta á ný aflagðar olíuvinnslur.
Bensín og olía Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10