Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2022 12:03 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir mikilvægt að ferlið verði áfram virkt og til staðar. vísir/Arnar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira