Íslendingar of óþolinmóðir gagnvart erlendum hreim Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 12:16 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Prófessor í íslensku hvetur Íslendinga til að sýna útlendingum sem tala ófullkomna íslensku eða íslensku með sterkum hreim þolinmæði. Hann var ánægður með ávarp fjallkonunnar í ár sem flutti íslenskt ljóð á þjóðhátíðardaginn með sterkum pólskum hreim. Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni. Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Fjallkonan í ár var Sylwia Zajkowska sem flutti til landsins frá Póllandi en hún flutti ljóð í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní, samið af Brynju Hjálmsdóttur. En sú staðreynd að fjallkonan væri pólsk í ár og flytti ávarp sitt með áberandi pólskum hreim virðist hafa farið fyrir brjóstið á sumum, sem eru þeirrar skoðunar að fjallkonan eigi að tala á lýtalausri íslensku. „Ég skil það svo sem vel í þessu tilviki að sumum hafi gengið misjafnlega að skilja fjallkonuna því að auðvitað var sterkur erlendur hreimur í máli hennar,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus við íslenskudeild Háskóla Íslands. Hann var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. „Við erum svo vön því að búa í eintyngdu samfélagi. Við erum ekkert vön því að heyra til fólks sem ekki á íslensku að móðurmáli.“ Þetta telur Eiríkur eina helstu ástæðu þess hve Íslendingar geta verið óþolinmóðir gagnvart fólki af erlendum uppruna sem reynir að tala íslensku. Óttast að fólk læri ekki íslensku og einangrist Hann bendir á að hér búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og að þeim muni fjölga í framtíðinni. „Við þurfum bara að gera það upp við okkur; ætlum við að auðvelda þessu fólki að ná valdi á íslensku og sýna því þá þolinmæði á meðan það er að læra málið eða ætlum við að vera ósveigjanleg í kröfum um einhverja fullkomna íslensku, fullkominn framburð og fullkomnar beygingar og svo framvegis?“ segir Eiríkur. Fari Íslendingar seinni leiðina telur hann ljóst að hér yrðu til stórir hópar sem ná aldrei valdi á íslensku. „Og þeir einangrast bara í samfélaginu. Og það er náttúrulega stórhættulegt bæði fyrir íslenskuna og náttúrulega fólkið sjálft og bara lýðræðið í landinu,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að það að taka á móti fólki inn í samfélagið feli í sér að taka á móti því á öllum sviðum þess. Líka þegar kemur að vali á fjallkonunni.
Íslensk fræði 17. júní Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira