Mannskemmandi fyrir fólk að vera dregið aftur í myrkrið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 21:29 Guðmundur Ingi hefur verið formaður Afstöðu félags fanga í átta ár. Formaður Afstöðu kallar eftir breyttri löggjöf um reynslulausn á Íslandi. Fangar sem fá þyngri dóma fá sjaldan sem aldrei reynslulausn hér ólíkt því sem tíðkast á Norðurlöndum. Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi. Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Greint var frá því í fréttum okkar í gær að Mirjam Foekje van Twuijver, 53 ára hollensk kona, sem hlaut fyrir sjö árum einn allra þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnamáli á Íslandi hefði stefnt ríkinu fyrir frelsissviptingu. Mirjam var svokallað burðardýr og fékk fyrst ellefu ár fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum til landsins. Hæstiréttur mildaði dóminn í átta ár. Hún hafði fengið að afplána hluta dóms síns utan fangelsis undir rafrænu eftirliti vegna þess að Útlendingastofnun vildi senda hana úr landi. Hún kærði það til kærunefndar útlendingamála og fékk ákvörðun útlendingastofnunar snúið við. En þá ákvað Fangelsismálastofnun að forsendur þess að hún afplánaði rest refsingar sinnar utan fangelsis væru brostnar og Mirjam var kölluð aftur inn í fangelsi. Hún lýsti þeirri reynslu eins og „helvíti“ í samtali við fréttastofu í gær. Ættum að beita reynslulausn oftar á Íslandi Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir málið afar slæmt. Gera hefði átt undantekningu á þessari reglu í tilviki Mirjam fyrst hún var komin út úr fangelsi „Það er náttúrulega búið að taka þetta ígildi stjórnvaldsákvörðunar og það er erfitt að draga það til baka. Þannig maður skilur það alveg að þegar manneskja er komin í ljósið og hún sé dregin aftur í myrkrið, það er hrikalega erfitt og mannskemmandi í raun og veru,“ segir Guðmundur Ingi. Og í raun er hann á því að Fangelsismálastofnun eigi að vera mun viljugri til að veita föngum reynslulausn, ekki aðeins í þessu sérstaka tilviki Mirjam. Eins og kerfið er í dag er venjan að þeir sem hljóta þyngri dóma verði að afplána tvo þriðju þeirra en hinir sem hljóti vægari dóma eigi möguleikann á því að fá reynslulausn eftir helming fangelsistímans. Guðmundur Ingi segir tíma til kominn að hinir sem hljóti þyngri dóma fái einnig þennan möguleika. „Það eru heimildir sem að Norðurlöndin eru farin að nota miklu meira. Og byggist á því að þegar fólk er að standa sig vel og ná bata þá er þessi lagagrein notuð. En hér er hún aldrei notuð,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það gallaða hugmyndafræði að láta fanga afplána meira en helming af dómi sínum í öllum tilfellum. Reynslulausn sé frábært tæki að beita þegar fangar hafa náð góðri endurhæfingu í fangelsum og byggt sig upp. Kominn sé tími á heildarendurskoðun á löggjöfinni. „Hér vill fangelsismálastofnun ekki taka þessa stóru pólitísku ákvörðun. Hún þarf að koma frá Alþingi Íslendinga,“ segir Guðmundur Ingi.
Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira