Geislabaugurinn bjargaði lífi formúlukappans í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 09:31 Hér má eldglæringarnar þegar Alfa Romeo bíll Zhou Guanyu rennur öfugur út úr brautinni. Getty/Peter J Fox Stærsta frétt Silverstone kappaksturs formúlunnar í gær var kannski ekki hver vann keppnina heldur frekar lukkulegi endirinn fyrir 23 ára ökumann Alfa Romeo liðsins eftir rosalega flugferð hans út úr brautinni. Kínverski ökumaðurinn Zhou Guanyu er í heilu lagi og var hleypt fljótlega af sjúkrahúsinu þrátt fyrir að renna tugi metra á haus, enda á því að fljúga yfir öryggisgarð og lenda á grindverkinu langt fyrir utan brautina. Þeir sem sáu atvikið höfðu skiljanlega miklar áhyggjur af afdrifum Zhou en hann sagði síðan frá því á samfélagsmiðlum að það væri í lagi með sig og því þakkaði hann einu nýjasta öryggisatriði formúlu bílanna. Hér fyrir neðan má sjá þennan svakalega árekstur. Klippa: Árekstur Zhou Guanyu í F1 „Ég er í lagi og útskrifaður. Geislabaugurinn bjargaði lífi mínu. Takk allir fyrir allar vingjarnlegu kveðjurnar,“ skrifaði Zhou Guanyu og er hann þar að tala um hringinn sem er fyrir ofan höfuð ökumannsins og hefur verið skylda frá árinu 2018. Þetta var enn eitt dæmið um það að þetta mikilvæga öryggisatriði hafi bjargað ökumanni en annað gott dæmi er þegar Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri á Ítalíu í fyrra og hjólið á bíl Max lenti ofan á geislabauginum fyrir ofan höfuð Hamilton. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Hamilton hefði ekki verið með geislabauginn fyrir ofan sig. I m ok, all clear. Halo saved me today. Thanks everyone for your kind messages! pic.twitter.com/OylxoJC4M0— | Zhou Guanyu (@ZhouGuanyu24) July 3, 2022 Carlos Sainz vann breska kappaksturinn í gær en hann ræddi atvikið með Guanyu eftir keppnina. „Það er klikkun að hann hafi komið ómeiddur út úr þessu. Það er hreinlega ótrúlegt að það sé hægt. Það sýnir bara að þó að við gagnrýnum stundum FIA þá verðum við að gefa þeim það að þeir hafa hjálpað okkur mikið,“ sagði Carlos Sainz en hann var á því eins og fleiri að þarna hafi þetta öryggisatriði bjargað lífi Zhou Guanyu. Akstursíþróttir Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Kínverski ökumaðurinn Zhou Guanyu er í heilu lagi og var hleypt fljótlega af sjúkrahúsinu þrátt fyrir að renna tugi metra á haus, enda á því að fljúga yfir öryggisgarð og lenda á grindverkinu langt fyrir utan brautina. Þeir sem sáu atvikið höfðu skiljanlega miklar áhyggjur af afdrifum Zhou en hann sagði síðan frá því á samfélagsmiðlum að það væri í lagi með sig og því þakkaði hann einu nýjasta öryggisatriði formúlu bílanna. Hér fyrir neðan má sjá þennan svakalega árekstur. Klippa: Árekstur Zhou Guanyu í F1 „Ég er í lagi og útskrifaður. Geislabaugurinn bjargaði lífi mínu. Takk allir fyrir allar vingjarnlegu kveðjurnar,“ skrifaði Zhou Guanyu og er hann þar að tala um hringinn sem er fyrir ofan höfuð ökumannsins og hefur verið skylda frá árinu 2018. Þetta var enn eitt dæmið um það að þetta mikilvæga öryggisatriði hafi bjargað ökumanni en annað gott dæmi er þegar Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri á Ítalíu í fyrra og hjólið á bíl Max lenti ofan á geislabauginum fyrir ofan höfuð Hamilton. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Hamilton hefði ekki verið með geislabauginn fyrir ofan sig. I m ok, all clear. Halo saved me today. Thanks everyone for your kind messages! pic.twitter.com/OylxoJC4M0— | Zhou Guanyu (@ZhouGuanyu24) July 3, 2022 Carlos Sainz vann breska kappaksturinn í gær en hann ræddi atvikið með Guanyu eftir keppnina. „Það er klikkun að hann hafi komið ómeiddur út úr þessu. Það er hreinlega ótrúlegt að það sé hægt. Það sýnir bara að þó að við gagnrýnum stundum FIA þá verðum við að gefa þeim það að þeir hafa hjálpað okkur mikið,“ sagði Carlos Sainz en hann var á því eins og fleiri að þarna hafi þetta öryggisatriði bjargað lífi Zhou Guanyu.
Akstursíþróttir Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira