Í dag komast Frakklandshjólreiðarnar loksins til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:30 Það var mjög vel mætt í Danmörku þegar Frakklandshjólreiðarnar fóru þar í gegn. AP/Thibault Camus Tour de France, frægasta hjólreiðakeppni heims, er nú á fjórða degi en fram til þessa hafa Frakklandshjólreiðarnar þó ekki verið hjólaðar í Frakklandi þrátt fyrir að þrír dagar séu að baki. Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira