Í þetta skiptið er það Pulled pork samloka.
Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:
Pulled Pork grísasamloka með chilli mayo, eplum, kasjú hnetum og hrásalati
- Grísahnakki
- 800 gr grísahnakki
- 3 msk dijon sinnep
- salt og pipar
- 2 msk chilliduft
- 200 gr bbq sósa
- 4 hamborgarabrauð
Chilli mayo
- 200 gr japanskt mayo
- 1 rauður chilli
- 1 msk shriracha sósa
- 1 msk hunang
- salt og pipar
Epli
- 1 grænt epli
- sítrónusafi
- 100 gr Til Hamingju kasjú hnetur
Hrásalat
- 100 gr hvítkál
- 100 gr rauðkál
- 50 gr gulrætur
- 50 gr sellerírót
- 1 skallot laukur
- 1/2 msk hunang
- safi úr hálfri appelsínu
- salt og pipar
- Kóríander eftir smekk

Aðferð:
- Steikið grísahnakka á öllum hliðum í steikarpotti. Smyrjið kjötið með dijon og kryddið. Steikið á 90 gráðum í 6 - 8 tíma í ofni. Rífið kjötið í strimla og blandið bbq sósu saman við.
- Skerið hvítkál, rauðkál, gulrætur, lauk og sellerírót í strimla og blandið saman við hunang, appelsínusafa og salt og pipar. Kryddið með söxuðu kóríander.
- Skerið epli í þunnar sneiðar, leggið í sítrónusafa og dreifið hnetum ofan á.
- Saxið chilli í smáa bita og blandið ásamt öðrum innihaldsefnum í chilli mayo.
- Grillið hamborgarabrauð, hitið kjöt á pönnu og setjið saman.
Njótið!