Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 7. júlí 2022 07:23 Alls hafa rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. AP/Hollie Adams Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira