„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“ Elísabet Hanna skrifar 7. júlí 2022 22:00 Katrín, Sturla og Nína halda úti Kvíðakastinu þar sem þau gera fræðslu um geðheilbrigði aðgengilega fyrir alla. Vísir/Sigurjón Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Þar þjónusta þau þau börn og unglinga með einstaklingsmeðferðum og hópmeðferðum, skjólstæðinga allt upp í tuttugu og fimm ára aldur. Þremenningarnir voru gestir í Jákastinu hjá Kristjáni Hafþórssyni þar sem þau ræða sálfræðina, kvíðakastið, sorgina, jákvæðni, kvíða, þráhyggjur, þrautsegju og áhrif Covid á geðheilsu ungmenna. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Fræðsla fyrir alla Saman fóru þau af stað með kvíðakastið til þess að allir hafi aðgengi að fræðslu og til þess að ná til þeirra sem hafa ekki tök á því að borga fyrir fræðsluna. Þau ræða geðheilbrigði á faglegan hátt en koma einnig með persónulega nálgun og ræða eigin upplifanir. „Við höldum alltaf að allir viti allt sem við erum að segja“ segir Sturla. Hann segir það þó ekki vera staðreyndina og að margir hafi ekki einu sinni heyrt sum hugtökin sem þau eru að ræða í þáttunum eins og orðið „kvíðaviðbragð“ sem þau tala um oft á dag en aðrir séu að kynna sér með því að hlusta. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Enginn sársauki er lítill sársauki Sálfræðingarnir segja einstaklinga of oft halda að sín vandamál séu ekki nógu stór til þess að leita sér aðstoðar en að allir hafi gott að því að vinna úr sínum vandamálum og sínum sársauka sama hversu lítil eða stór þau eru. Þar sem þau starfa eru þau að aðstoða ungmenni sem eru að halda af stað út í lífið. „Maður finnur það í meðferð hjá sér að þetta er rosa mikill ótti hjá fólki sem er að klára eða í menntaskóla að það eigi að vita hvert það er að stefna og það er bara einhver ótti, ef ég veit ekki hvert ég er að stefna að þá enda ég í ræsinu nánast,“ segir Sturla. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Minna tabú að leita sér aðstoðar Þau segja fólk vera opnara með það í samfélaginu að vera að leita sér hjálpar en þau segja ekki vera það langt síðan fólk hafi frekar sagst vera á leiðinni til læknis þegar það var í rauninni að fara til sálfræðings og jafnvel ekki tala um það við neinn að þeir væru hjá sálfræðing. „Þegar ég var ung, þá var ekkert í boði að fara til sálfræðings. Þá var ekkert verið að ræða mikið um hvernig mér leið,“ segir Katrín. „Það er allt öðruvísi stemning í samfélaginu í dag,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á Kvíða í kjölfar áfalla, líkt og að missa ástvin, sérstaklega á þeim tíma lífsins sem heilinn er enn að mótast, segja þau geta haft áhrif á kvíðanæmni: „Meira næmi fyrir að upplifa kvíða yfir ævina og þá er gott að vinna í þessum vandamálum svona snemma til þess að kvíðinn trufli ekki í gegnum alla ævina,“ segir Nína og bætir við: „Áfall sem að minnir á þetta, þennan missi ýfir upp allar þessar minningar, allar þessar tilfinningar sem þú fannst fyrir á þessum tíma. Kannski hvað þú misstir af. Aðrir atburðir seinna á ævinni geta ýtt undir þessi gömlu áföll.“ „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á og áfall, að missa einhvern nákominn, er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á. Þetta er í rauninni eitthvað sem lifir með manni ævilangt og mun poppa upp á allskonar mismunandi tímapunktum.“ Segir Katrín. Vitundavakning en ekki fjármagn „Það virðist vera eins og fjárlög til lýðheilsu hafi minnkað síðustu ár,“ segir Sturla. Hann segir þó hafa orðið mikla vitunda vakningu „Bæði með lýðheilsusjóðinn og þetta frumvarp sem var samþykkt en er samt ekki gert ráð fyrir í fjárlögunum.“„Manni finnst vitundavakningin komin en svo spyr maður sig: Eru stjórnvöld ekki að grípa það nægilega vel?“ Spyr Sturla. Katrín segir heilbrigðisráðherra þó hafa sagt það nýlega að hann ætlaði að berjast fyrir því að það yrðu meiri fjárlög væru lögð til lýðheilsu í heild sinni „og maður vonar að það sé rétt,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Geðheilsa ungmenna í kjölfar Covid Aðspurð hvort að heimsfaraldurinn hafi valdið meiri kvíða hjá ungmennum talar Katrín um óvissuna sem var í upphafi Covid og segir hana eðlilega hafa vakið upp kvíða og það sé eðlilegt og í samræmi við þær aðstæður. Þau tala einnig um það að kvíði sé eðlilegur hjá öllum upp að vissu marki en um leið og hann sé orðinn hamlandi sé það orðið vandamál. Nína segir einnig um geðheilbrigði ungmenna á tímum Covid: Við erum náttúrulega að vinna með börnum og unglingum með kvíða fyrir svo það er erfitt fyrir okkur að sjá hvort að fólk sé kvíðnari núna en áður Hún segir það þó koma fram í tölulegum gögnum að: „Andleg líðan hjá unglingum hefur ekki verið svona slæm í mjög langan tíma, bæði kvíði og þunglyndi. Það er bara bæði þessu einangrun sem ýtir undir depurð, áhugaleysi og minni ánægju af hlutum. Þessi kvíði er þá meira hvenær verður eðlilegt líf? Hver eru áhrifin að þessu? Mun ég geta tengst aftur við vini mína? Er ég búin að missa af einhverju?“ View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Hrædd um að hafa misst af tengingum og erfitt að fara af stað aftur Þá segir Nína ungmenni einnig geta upplifað það sem svo að þau hafi misst af því að tengjast inn í vinahópa í menntaskóla þar sem mikið var um fjarnám í heimsfaraldrinum þannig að: „Að einhverju leiti myndum við að segja að þetta sé búið að hafa mjög mikil áhrif á líðan unglinga og barna, þetta ástand.“ „Það er ekkert grín að byrja aftur í íþróttum, mér finnst það eitthvað sem ég finn rosa mikið fyrir,“ segir Sturla um sína upplifun af áhrifum Covid takmarkana á ungmenni. Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Þar þjónusta þau þau börn og unglinga með einstaklingsmeðferðum og hópmeðferðum, skjólstæðinga allt upp í tuttugu og fimm ára aldur. Þremenningarnir voru gestir í Jákastinu hjá Kristjáni Hafþórssyni þar sem þau ræða sálfræðina, kvíðakastið, sorgina, jákvæðni, kvíða, þráhyggjur, þrautsegju og áhrif Covid á geðheilsu ungmenna. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Fræðsla fyrir alla Saman fóru þau af stað með kvíðakastið til þess að allir hafi aðgengi að fræðslu og til þess að ná til þeirra sem hafa ekki tök á því að borga fyrir fræðsluna. Þau ræða geðheilbrigði á faglegan hátt en koma einnig með persónulega nálgun og ræða eigin upplifanir. „Við höldum alltaf að allir viti allt sem við erum að segja“ segir Sturla. Hann segir það þó ekki vera staðreyndina og að margir hafi ekki einu sinni heyrt sum hugtökin sem þau eru að ræða í þáttunum eins og orðið „kvíðaviðbragð“ sem þau tala um oft á dag en aðrir séu að kynna sér með því að hlusta. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Enginn sársauki er lítill sársauki Sálfræðingarnir segja einstaklinga of oft halda að sín vandamál séu ekki nógu stór til þess að leita sér aðstoðar en að allir hafi gott að því að vinna úr sínum vandamálum og sínum sársauka sama hversu lítil eða stór þau eru. Þar sem þau starfa eru þau að aðstoða ungmenni sem eru að halda af stað út í lífið. „Maður finnur það í meðferð hjá sér að þetta er rosa mikill ótti hjá fólki sem er að klára eða í menntaskóla að það eigi að vita hvert það er að stefna og það er bara einhver ótti, ef ég veit ekki hvert ég er að stefna að þá enda ég í ræsinu nánast,“ segir Sturla. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Minna tabú að leita sér aðstoðar Þau segja fólk vera opnara með það í samfélaginu að vera að leita sér hjálpar en þau segja ekki vera það langt síðan fólk hafi frekar sagst vera á leiðinni til læknis þegar það var í rauninni að fara til sálfræðings og jafnvel ekki tala um það við neinn að þeir væru hjá sálfræðing. „Þegar ég var ung, þá var ekkert í boði að fara til sálfræðings. Þá var ekkert verið að ræða mikið um hvernig mér leið,“ segir Katrín. „Það er allt öðruvísi stemning í samfélaginu í dag,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á Kvíða í kjölfar áfalla, líkt og að missa ástvin, sérstaklega á þeim tíma lífsins sem heilinn er enn að mótast, segja þau geta haft áhrif á kvíðanæmni: „Meira næmi fyrir að upplifa kvíða yfir ævina og þá er gott að vinna í þessum vandamálum svona snemma til þess að kvíðinn trufli ekki í gegnum alla ævina,“ segir Nína og bætir við: „Áfall sem að minnir á þetta, þennan missi ýfir upp allar þessar minningar, allar þessar tilfinningar sem þú fannst fyrir á þessum tíma. Kannski hvað þú misstir af. Aðrir atburðir seinna á ævinni geta ýtt undir þessi gömlu áföll.“ „Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á og áfall, að missa einhvern nákominn, er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á. Þetta er í rauninni eitthvað sem lifir með manni ævilangt og mun poppa upp á allskonar mismunandi tímapunktum.“ Segir Katrín. Vitundavakning en ekki fjármagn „Það virðist vera eins og fjárlög til lýðheilsu hafi minnkað síðustu ár,“ segir Sturla. Hann segir þó hafa orðið mikla vitunda vakningu „Bæði með lýðheilsusjóðinn og þetta frumvarp sem var samþykkt en er samt ekki gert ráð fyrir í fjárlögunum.“„Manni finnst vitundavakningin komin en svo spyr maður sig: Eru stjórnvöld ekki að grípa það nægilega vel?“ Spyr Sturla. Katrín segir heilbrigðisráðherra þó hafa sagt það nýlega að hann ætlaði að berjast fyrir því að það yrðu meiri fjárlög væru lögð til lýðheilsu í heild sinni „og maður vonar að það sé rétt,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Geðheilsa ungmenna í kjölfar Covid Aðspurð hvort að heimsfaraldurinn hafi valdið meiri kvíða hjá ungmennum talar Katrín um óvissuna sem var í upphafi Covid og segir hana eðlilega hafa vakið upp kvíða og það sé eðlilegt og í samræmi við þær aðstæður. Þau tala einnig um það að kvíði sé eðlilegur hjá öllum upp að vissu marki en um leið og hann sé orðinn hamlandi sé það orðið vandamál. Nína segir einnig um geðheilbrigði ungmenna á tímum Covid: Við erum náttúrulega að vinna með börnum og unglingum með kvíða fyrir svo það er erfitt fyrir okkur að sjá hvort að fólk sé kvíðnari núna en áður Hún segir það þó koma fram í tölulegum gögnum að: „Andleg líðan hjá unglingum hefur ekki verið svona slæm í mjög langan tíma, bæði kvíði og þunglyndi. Það er bara bæði þessu einangrun sem ýtir undir depurð, áhugaleysi og minni ánægju af hlutum. Þessi kvíði er þá meira hvenær verður eðlilegt líf? Hver eru áhrifin að þessu? Mun ég geta tengst aftur við vini mína? Er ég búin að missa af einhverju?“ View this post on Instagram A post shared by Kvíðakastið (@kvidakastid) Hrædd um að hafa misst af tengingum og erfitt að fara af stað aftur Þá segir Nína ungmenni einnig geta upplifað það sem svo að þau hafi misst af því að tengjast inn í vinahópa í menntaskóla þar sem mikið var um fjarnám í heimsfaraldrinum þannig að: „Að einhverju leiti myndum við að segja að þetta sé búið að hafa mjög mikil áhrif á líðan unglinga og barna, þetta ástand.“ „Það er ekkert grín að byrja aftur í íþróttum, mér finnst það eitthvað sem ég finn rosa mikið fyrir,“ segir Sturla um sína upplifun af áhrifum Covid takmarkana á ungmenni.
Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01