Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júlí 2022 14:49 Kristín Tómasdóttir hefur hvatt foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín á áhorfendapallana í Ráðhúsinu á næsta fund borgarstjórnar. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kristín Tómasdóttir er ein þeirra. Hún sendi borgarfulltrúum í Reykjavík opið bréf á Facebook þar sem hún segist ekki geta hlustað á fleiri stjórnmálamenn ljúga í fjölmiðlum um leikskólapláss. Barn hennar sem varð eins árs í mars situr enn á biðlistum og fátt er um svör hjá leikskólum borgarinnar. Hún hvetur því aðra foreldra í sömu stöðu til að mæta með barnavagninn í Ráðhúsið á næsta fund borgarstjórnar. Kristín Tómasdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta veldur mér bara mjög miklum kvíða, ég er með barn sem er að verða 18 mánaða í haust. Ég hef ekki gert mér neinar vonir um að fá leikskólapláss fyrr en núna sem mér finnst líka bara rosa lélegt, að maður búist ekki við dagvistum fyrir börnin sín fyrr en þau verða 18 mánáða,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Metnaðarleysi og skortur á forgangsröðun Í vor hafi verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um að öll börn 12 mánaða og eldri muni fá leikskólapláss í haust. Kristín segist því ekki hafi stressað sig mikið á ástandinu. „Ég hugsaði bara að þá hlýtur mitt barn að fá pláss fyrst það verður 18 mánaða í haust, en svo er bara ekkert útlit fyrir það. Það er búið að úthluta og hún er bara á biðlista. Það er auðvitað óþolandi þjónusta að ég þurfi að hringja í leikskóla og grátbiðja um leikskólapláss. Þegar hún byrjar svo í skóla, fær hún bara boð um að koma í skóla í okkar hverfi. Af hverju er þetta ekki þannig?“ Kristín segir ástandið afleiðingu metnaðarleysis og skorts á forgangsröðun. „Það er verið að opna sundlaugar á nóttunni og reka næturstrætó, það er verið að gera þetta allt saman en það er ekki hægt að borga fólki sómasamleg laun á leikskólum. Þetta er bara grunnþjónusta, það er ekki grunnþjónusta að geta mætt í sund á nóttunni.“ Afsakanir sem duga ekki Kristín hefur fengið svar frá Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingar sem veitti alls kyns útskýringar á því hvers vegna ekki gangi betur að innrita börn á leikskóla. Plássleysið skýrist meðal annars af myglum og rakaskemmdum en að nú sé búið að gera samning við einkarekna leikskóla og borgarráð hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir Hjallastefnuna. Þetta eigi að bæta úr ástandinu, samkvæmt bréfi Skúla. Skúli Helgason svaraði bréfi Kristínar.Vísir/Arnar „Mér er bara alveg sama, þessar afsakanir duga mér bara engan veginn. Þau hefðu átt að vera að pæla í þessu fyrir tveimur árum síðan þegar þau vissu hvað það yrðu mörg börn sem þyrftu pláss núna.“ Skúli hafi þó í raun sagst ætla að sjá til þess að barn Kristínar fengi pláss. „Það sem að mér finnst asnalegt er að ég þurfi að gera þetta til að fá svör. Það getur vel verið að ég fái pláss af því ég hef hátt og þau nenna ekki að fá mig á pallana með börn. En svo er fullt, fullt af fólki sem hefur ekki þessa rödd eða bolmagn til að eyða tíma sínum í að berjast fyrir einhverju svona. Það hefur bara tíma til að vinna og passa börnin sín,“ segir Krístín en hún hefur fengið mikil viðbrögð frá öðrum foreldrum sem séu til í að mæta í Ráðhúsið með börn sín á fund borgarstjórnar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira