Til að fanga sprenginguna á mynd notuðu þeir sérstakar sprengjur sem eru hannaðar fyrir hermenn og sérsveitarmenn til að brjóta niður hurðir og það jafnvel brynvarðar hurðir.
Strákarnir byrjuðu á því að sprengja upp hurð og fanga það á mynd, áður en þeir fóru að nota sprengjurnar til að stúta stálplötum og matardiskum. Að endingu sprengdu þeir sprengjur í vatni til að sjá áhrif sprengingarinnar þar.
Vert er að benda á að þeir Gavin og Dan hafa komið með myndavélar sínar hingað til lands.