Daniel Oss er 35 ára ítalskur hjólreiðakappi sem var að keppa í tíunda sinn á Tour de France.
Oss var ásamt fjölda hjólreiðakappa að hjóla á fimmta stigi keppninnar á milli Lille og Arenberg þegar umræddur árekstur átti sér stað. Áhorfandi sem var að taka upp myndband á símann sinn hallaði sér þá oft langt inn á brautina með áðurnefndum afleiðingum.
„Við nánari skoðun kemur í ljós sprunga í beini á háls sem krefst hreyfingarleysis í nokkrar vikur. Daniel Oss neyðist því til að draga sig úr leik í Tour de France hjólreiðunum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Oss.
🇮🇹 Daniel Oss sufre una fractura de vértebra cervical tras chocar contra unos aficionados en el pavés del Tour ayer
— José Manuel Amorós (@AmorosCuatro) July 7, 2022
ℹ️ No es tan difícil, de verdad:
Si estás en el arcén, no invadas la carretera y NO des la espalda
📵 Si grabas, no invadas el paso pic.twitter.com/qmQbYHVXCd
Nokkrir smærri árekstrar áttu sér stað á sama svæði en enginn með jafn alvarlegar afleiðingar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað af þessum toga gerist en á sömu mótaröð í fyrra var stór árekstur þegar kona fór inn á brautina með skilti sem hún ætlaði að sýna sjónvarpsmyndavélum.