Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2022 13:51 Fjórar af myndunum sem sýndar voru í dag. James Webb Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. Hægt er að sjá allar myndirnar í hárri upplausn hér á vef James Webb. Hér að neðan má sjá upplýsingar frá Stjörnufræðivefnum um þá hluti sem myndirnar sýndu. -Fyrsta myndin sem birt var í dag var litrófsgreining af WASP-93b, sem er fjarreikistjarna, í um 1.150 ljósára fjarlægð. Þar er um að ræða gasrisa sem er um helmingi minni en Júpíter en þó mun heitari. Sjónaukinn var notaður til að litrófsgreina reikistjörnuna en þannig er hægt að fá upplýsingar um efnasamsetningu andrúmslofts hennar. Greiningin sýndi fram á að líklega er vatn á reikistjörnunni og ský. Clouds on another world. @NASAWebb captured the signature of water on giant gas planet WASP 96-b, which orbits a star 1,150 light-years away. For the first time, we've detected evidence of clouds in this exoplanet's atmosphere: https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/f3HOX0HKis— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Næstu myndir voru af Suðurhringþokunni, sem er geimþoka sem myndaðist við dauða stjörnu sem talin er hafa verið svipað stór og þung og okkar sól. Some stars go out with a bang. In these images of the Southern Ring planetary nebula, @NASAWebb shows a dying star cloaked by dust and layers of light. Explore this star's final performance at https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse. pic.twitter.com/dfzrpvrewQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Kvintett-Stephans er þyrping vetrarbrauta í um 29 milljón ljósára fjarlægð og í stjörnumerkinu Pegasusi. Til stendur að opinbera myndirnar klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að neðan. Take Five: Captured in exquisite detail, @NASAWebb peered through the thick dust of Stephan s Quintet, a galaxy cluster showing huge shockwaves and tidal tails. This is a front-row seat to galactic evolution: https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/em9wSJPkEU— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Kjalarþokan er í um 7.600 ljósára fjarlægð frá jörðu og er ein stærsta og bjartasta geimþokan á næturhimninum. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er Kjalarþokan stjörnumyndundarsvæði þar sem stjörnur og sólkerfi verða til. Cosmic cliffs & a sea of stars. @NASAWebb reveals baby stars in the Carina Nebula, where ultraviolet radiation and stellar winds shape colossal walls of dust and gas. https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/dXCokBAYGQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 Birtu dýpstu mynd sögunnar Fyrsta fullunna myndin úr sjónaukanum var birt í gær. Sú mynd var af þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Ljósið frá þyrpingunni er eldra en jörðin, sem er 4,5 milljarða ára gömul. Þyrpingin beygir ljós á þá vegu að aðrar stjörnuþokur á bakvið hann verða skýrari. Þúsundir annarra stjörnuþoka eru sýnilegar á bakvið SMACS 0723. Ein þeirra er sögð vera í rúmlega þrettán milljarða ljósára fjarlægð en alheimurinn er talinn vera um 13,8 milljarða ára gamall. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Sjá einnig: Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. 12. júní 2022 14:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Hægt er að sjá allar myndirnar í hárri upplausn hér á vef James Webb. Hér að neðan má sjá upplýsingar frá Stjörnufræðivefnum um þá hluti sem myndirnar sýndu. -Fyrsta myndin sem birt var í dag var litrófsgreining af WASP-93b, sem er fjarreikistjarna, í um 1.150 ljósára fjarlægð. Þar er um að ræða gasrisa sem er um helmingi minni en Júpíter en þó mun heitari. Sjónaukinn var notaður til að litrófsgreina reikistjörnuna en þannig er hægt að fá upplýsingar um efnasamsetningu andrúmslofts hennar. Greiningin sýndi fram á að líklega er vatn á reikistjörnunni og ský. Clouds on another world. @NASAWebb captured the signature of water on giant gas planet WASP 96-b, which orbits a star 1,150 light-years away. For the first time, we've detected evidence of clouds in this exoplanet's atmosphere: https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/f3HOX0HKis— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Næstu myndir voru af Suðurhringþokunni, sem er geimþoka sem myndaðist við dauða stjörnu sem talin er hafa verið svipað stór og þung og okkar sól. Some stars go out with a bang. In these images of the Southern Ring planetary nebula, @NASAWebb shows a dying star cloaked by dust and layers of light. Explore this star's final performance at https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse. pic.twitter.com/dfzrpvrewQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Kvintett-Stephans er þyrping vetrarbrauta í um 29 milljón ljósára fjarlægð og í stjörnumerkinu Pegasusi. Til stendur að opinbera myndirnar klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að neðan. Take Five: Captured in exquisite detail, @NASAWebb peered through the thick dust of Stephan s Quintet, a galaxy cluster showing huge shockwaves and tidal tails. This is a front-row seat to galactic evolution: https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/em9wSJPkEU— NASA (@NASA) July 12, 2022 -Kjalarþokan er í um 7.600 ljósára fjarlægð frá jörðu og er ein stærsta og bjartasta geimþokan á næturhimninum. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er Kjalarþokan stjörnumyndundarsvæði þar sem stjörnur og sólkerfi verða til. Cosmic cliffs & a sea of stars. @NASAWebb reveals baby stars in the Carina Nebula, where ultraviolet radiation and stellar winds shape colossal walls of dust and gas. https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/dXCokBAYGQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 Birtu dýpstu mynd sögunnar Fyrsta fullunna myndin úr sjónaukanum var birt í gær. Sú mynd var af þyrpingu stjörnuþoka sem kallast SMACS 0723 og er í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Ljósið frá þyrpingunni er eldra en jörðin, sem er 4,5 milljarða ára gömul. Þyrpingin beygir ljós á þá vegu að aðrar stjörnuþokur á bakvið hann verða skýrari. Þúsundir annarra stjörnuþoka eru sýnilegar á bakvið SMACS 0723. Ein þeirra er sögð vera í rúmlega þrettán milljarða ljósára fjarlægð en alheimurinn er talinn vera um 13,8 milljarða ára gamall. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Sjá einnig: Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. 12. júní 2022 14:01 James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. 12. júní 2022 14:01
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46