Listaverkaspæjari segir frá því hvernig hann endurheimti blóð Krists Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 12:46 Þýfið verður afhent lögreglu í dag. Arthur Brand Mikil sorg greip um sig meðal kaþólikka þegar gullnum kistli sem er sagður innihalda tvo dropa af blóði Jesú Krists var stolið úr skrúðhúsinu í Fécamp-klausturkirkjunni í Normandy. Kistillinn er nú kominn aftur í leitirnar, eftir að þjófurinn setti sig í samband við hollenskan listaverkaspæjara. Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig. Frakkland Trúmál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig.
Frakkland Trúmál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira