Ólga á Ítalíu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júlí 2022 08:38 Frá vinstri, Mario Draghi forsætisráðherra og Sergio Mattarella forseti Ítalíu. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fimm stjörnu hreyfingin á Ítalíu hefur beitt forsætisráðherra landsins Mario Draghi, miklum þrýstingi nú á síðustu misserum en hún er hluti af ríkisstjórn Draghi. Í gær sniðgekk hreyfingin kosningu frumvarps um framfærslukostnað og leiddi þannig í ljós vantraust sitt á Draghi. Forsætisráðherrann hefur boðist til þess að segja af sér en forseti Ítalíu, Sergio Mattarella hafnaði því. Giuseppe Conte leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sakaði Draghi nú í lok júní um það að reyna að bola honum út úr hreyfingunni og hreyfingunni í heild úr stjórnarsamstarfinu. Spenna er nú þegar innan Fimm stjörnu hreyfingarinnar en utanríkisráðherra Ítalíu, Luigi Di Maio sagði sig úr flokknum undir lok júní vegna viðhorfs Conte til vopnasendinga til Úkraínu vegna stríðsins þar í landi. Conte hefur talað gegn vopnasendinga til Úkraínu og hvatt til samtals við Rússland. Conte hefur einnig lagt fram hinar ýmsu kröfur til forsætisráðherrans nú í byrjun júlí til þess að tryggja mætti stuðning hreyfingarinnar við ríkisstjórnarsamstarfið. Stjórnmálafólk kýs á þinginu í gær.Associated Press/Gregorio Borgia Í gær var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Kosið verður um traust til Draghi á miðvikudag í næstu viku en óvíst er hvort stjórnarsamstarfið haldi velli. Springi stjórn forsætisráðherrans er óttast að óstöðugleiki í kjölfar þess verði áþreifanlegur víða um Evrópu. Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar á Ítalíu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Giuseppe Conte leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sakaði Draghi nú í lok júní um það að reyna að bola honum út úr hreyfingunni og hreyfingunni í heild úr stjórnarsamstarfinu. Spenna er nú þegar innan Fimm stjörnu hreyfingarinnar en utanríkisráðherra Ítalíu, Luigi Di Maio sagði sig úr flokknum undir lok júní vegna viðhorfs Conte til vopnasendinga til Úkraínu vegna stríðsins þar í landi. Conte hefur talað gegn vopnasendinga til Úkraínu og hvatt til samtals við Rússland. Conte hefur einnig lagt fram hinar ýmsu kröfur til forsætisráðherrans nú í byrjun júlí til þess að tryggja mætti stuðning hreyfingarinnar við ríkisstjórnarsamstarfið. Stjórnmálafólk kýs á þinginu í gær.Associated Press/Gregorio Borgia Í gær var kosið um frumvarp sem hefði eyrnamerkt 26 milljarða Evra til þess að draga úr framfærslukostnaði fyrir ítölsku þjóðina. Draghi setti kosningu frumvarpsins upp sem traustsyfirlýsingu og hlaut frumvarpið nægan stuðning en Fimm stjörnu hreyfingin sniðgekk kosninguna. Í kjölfar frumvarpskosningarinnar ræddi Draghi stöðu sína við forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Draghi bauðst til þess að falla frá embætti en Mattarella hafnaði því. Kosið verður um traust til Draghi á miðvikudag í næstu viku en óvíst er hvort stjórnarsamstarfið haldi velli. Springi stjórn forsætisráðherrans er óttast að óstöðugleiki í kjölfar þess verði áþreifanlegur víða um Evrópu.
Ítalía Innrás Rússa í Úkraínu Kosningar á Ítalíu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira