Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 22:26 Flugi Kára frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað um sólarhring. Vísir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira