Hyundai Ioniq 5 er þegar kominn á markað og er ætlað að keppa við Tesla Model Y og Kia EV6. Ioniq 6 er stallbakur sem er ætlað að keppa við Tesla Model 3. Innan nokkurra ára ætlar Hyundai að kynna Ioniq 7, sem verður þriðju sætaröðinni. Það eru ekki margir rafbílar með þriðju sætaröðinni á markaðnum í dag.
Samkvæmt Andreas-Christoph Hofmann, markaðsstjóra Hyundai Motor Europe, ætlar Hyundai sér að koma grunn útgáfu af rafbíl á markað í Evrópu í framtíðinni. Hofmann sagði þó að „rafdrifinn smábíll“ muni taka tíma í þróun áður en hann veðrur framleiddur.