Það er stutt síðan myndir frá James Webb-geimsjónaukanum voru sýndar almenningi og nú virðist hann búinn að slá heimsmet þegar það náðust myndir af stjörnuþokunni GLASS-z13.
JWST has potentially smashed records, spotting a galaxy which existed when the universe was a mere 300 million years old! The light from GLASS-z13 took 13.4 billion years to hit us, but the distance between us is now 33 billion light years due to the expansion of the universe! pic.twitter.com/5AcOBwHuO1
— Dr. James O'Donoghue (@physicsJ) July 20, 2022
Að sögn Rohan Naidu, stjörnufræðings hjá Harvard Center for Astrophysics, myndaðist GLASS-z13 þrjú hundruð milljón árum eftir Miklahvell og er því um hundrað milljón árum eldri en nokkuð annað sem hefur verið uppgötvað.
„Við erum mögulega að horfa á fjarlægasta stjörnuljós sem nokkur hefur séð,“ segir Naidu.
Þó GLASS-z13 hafi myndast á elsta tímabili alheimsins er nákvæmur aldur stjörnuþokunnar óvitaður þar sem hún gæti hafa myndast hvenær sem er á fyrstu þrjú hundruð milljón árunum eftir Miklahvell.