Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2022 15:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist hafa ákveðna vanþóknun á þeim ummælum sem vararíkissaksóknari lét falla um hinsegin hælisleitendur á samfélagsmiðlum í gær. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. „Þetta slær mig illa og ég vil bara árétta það að ákærendur og öllum opinberum starfsmönnum ber að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna og forðast að hafa nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða getur varpað rýrð á það starf eða starfsgrein sem það vinnur við,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi í gærkvöldi viðtali á Facebook-síðu sinni, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, við Helga Þorsteinsson Silva lögmann, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneiigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Dómsmálaráðherra bendir á að ríkissaksóknari hafi gefið út sérstakar siðareglur sem gildi um ákærendur í landinu. „Í þeim segir að framganga þeirra utan starfs megi ekki vera til þess að rýra traust ákæruvaldsins. Mitt mat er að mikilvægt sé að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings,“ segir Jón. Er tilefni til áminningar í þessu máli? „Það er í raun eins og ég vísa til, það er ríkissaksóknari sem fer með stjórnvaldsábyrgð í þessu máli og ég hef ekki haft neina stöðu eða ástæðu til þess að eiga samtal við hana. Það er best að hún svari því hvaða skref hún hyggst taka en ég hef ákveðna vanþóknun á þessu og framgöngu vararíkissaksóknara og hún slær mig ekki vel.“ Hinsegin Alþingi Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Þetta slær mig illa og ég vil bara árétta það að ákærendur og öllum opinberum starfsmönnum ber að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna og forðast að hafa nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða getur varpað rýrð á það starf eða starfsgrein sem það vinnur við,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi í gærkvöldi viðtali á Facebook-síðu sinni, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, við Helga Þorsteinsson Silva lögmann, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneiigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Dómsmálaráðherra bendir á að ríkissaksóknari hafi gefið út sérstakar siðareglur sem gildi um ákærendur í landinu. „Í þeim segir að framganga þeirra utan starfs megi ekki vera til þess að rýra traust ákæruvaldsins. Mitt mat er að mikilvægt sé að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings,“ segir Jón. Er tilefni til áminningar í þessu máli? „Það er í raun eins og ég vísa til, það er ríkissaksóknari sem fer með stjórnvaldsábyrgð í þessu máli og ég hef ekki haft neina stöðu eða ástæðu til þess að eiga samtal við hana. Það er best að hún svari því hvaða skref hún hyggst taka en ég hef ákveðna vanþóknun á þessu og framgöngu vararíkissaksóknara og hún slær mig ekki vel.“
Hinsegin Alþingi Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00