„Grameðlan er enn hinn eini sanni konungur risaeðlanna,“ segir steingervingafræðingurinn Steve Brusatte í skýrslu rannsóknarinnar en hann er einn þeirra sem framkvæmdi hana. Rannsóknin var birt í gær, einnig í tímaritinu Evolutionary Biology.
Í rannsókninni eru sömu bein greind og notuð voru við rannsóknina í mars sem staðhæfði að grameðlan hafi átti sér tvær systurtegundir, Tyrannosaurus imperator og Tyrannosaurus regina. Þá notuðust vísindamenn einnig við gögn um 112 fuglategundir sem taldar eru vera beinir afkomendur risaeðla.
Niðurstaðan var sú að tegundirnar tvær hafi ekki verið önnur tegund en grameðlan sem við þekkjum öll, heldur einungis aðeins minni dýr.
Upphaflega rannsóknin var ansi umdeild meðal fræðimanna en Gregory Paul, einn þeirra sem framkvæmdi rannsóknina, var oft á tíðum ansi harðorður í garð þeirra sem efuðust verk hans og sakaði þá um „steingervingaáróður“.