Druslugangan segir töf á viðbrögðum ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:58 Druslugangan var gengin síðasta laugardag. Vísir/EinarÁ Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir töf á viðbrögðum, vegna umræðu um einn skipuleggjenda á samfélagsmiðlum, ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni. Það sé miður að hún hafi verið túlkuð þannig en skipuleggjendur göngunnar séu sjálfboðaliðar og hafi ekki haft tíma til að bregðast fyrr við umræðunni. Umræða skapaðist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni eftir að einn skipuleggjenda göngunnar skrifaði á miðlinum að honum hafi sárnað að kona, sem hann hafði farið á stefnumót með, hafi mætt á viðburð á vegum Druslugöngunnar, sem fór fram á fimmtudagskvöld í síðustu viku. „Aðili í gær mætti á kvöld sem ég hef unnið lengi að með öðrum, bara til þess að reyna að særa mig á versta hátt mögulegan. Henni tókst það þó ekki, ég fór bara úr aðstæðunum, kynntist frábæru fólki og náði að njóta í botn. Léleg og uncalled tilraun samt sem áður,“ skrifaði hann á Twitter, en tístinu hefur síðan verið eytt. Tístið vakti hörð viðbrögð meðal Twitter-samfélagsins, sérstaklega eftir að umrædd kona leitaði sjálf á miðilin og greindi frá hvað hafi átt sér stað. Að hennar sögn hafði hún og maðurinn farið á stefnumót fyrir þremur vikum. Hún hafi hins vegar fundið strax að ekkert yrði úr stefnumótinu. Hún hafi á fimmtudag mætt á viðburðinn með öðrum manni. „Þegar ég vakna í morgun, sé ég tweet um mig, að ég hafi verið í aðförum gegn manninum fyrrnefnda, þar sem minn tilgangur hafi átt að vera að særa hann, með því að mæta á þennan viðburð. Má maður ekki, vera ekki hrifinn, eftir deit á Tinder, hugsa um sín mörk, sínar tilfinningar, án þess að verða tekinn af lífi á twitter, fyrir að mæta á viðburð hjá druslugöngunni. Sem er fyrir alla?“ skrifaði konan í svari við fyrrnefndu tísti mannsins. Í þessari viku skapaðist mikil umræða um Druslugönguna á Twitter. Einn skipuleggjenda í stjórn Druslugöngunnar segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær og brugðist eins fljótt við og hægt var. Ef manneskja semsagt neitar þér að þá má ekki mæta á viðburði sem er tengd þér með öðrum? Nei ég bara spyr — Lena Björg (@lena_bjorg) July 23, 2022 Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir í yfirlýsingu sem birtist í gær á Twitter að umræddum meðlim skipulagsteymisins hafi verið boðið að víkja úr teyminu, sem hann hafi tekið. Þá hafi verið haft samband við konuna til að fullvissa hana um að málið yrði tekið föstum tökum. Færsla hans endurspegli ekki viðhorf göngunnar. Yfirlýsing stjórnar skipulagsteymis Druslugöngunnar árið 2022 pic.twitter.com/1h7xYDK7Vo— Druslugangan (@druslugangan) July 26, 2022 Fréttin var uppfærð klukkan 14:15. Samfélagsmiðlar Druslugangan Tengdar fréttir Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52 „Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39 Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Umræða skapaðist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni eftir að einn skipuleggjenda göngunnar skrifaði á miðlinum að honum hafi sárnað að kona, sem hann hafði farið á stefnumót með, hafi mætt á viðburð á vegum Druslugöngunnar, sem fór fram á fimmtudagskvöld í síðustu viku. „Aðili í gær mætti á kvöld sem ég hef unnið lengi að með öðrum, bara til þess að reyna að særa mig á versta hátt mögulegan. Henni tókst það þó ekki, ég fór bara úr aðstæðunum, kynntist frábæru fólki og náði að njóta í botn. Léleg og uncalled tilraun samt sem áður,“ skrifaði hann á Twitter, en tístinu hefur síðan verið eytt. Tístið vakti hörð viðbrögð meðal Twitter-samfélagsins, sérstaklega eftir að umrædd kona leitaði sjálf á miðilin og greindi frá hvað hafi átt sér stað. Að hennar sögn hafði hún og maðurinn farið á stefnumót fyrir þremur vikum. Hún hafi hins vegar fundið strax að ekkert yrði úr stefnumótinu. Hún hafi á fimmtudag mætt á viðburðinn með öðrum manni. „Þegar ég vakna í morgun, sé ég tweet um mig, að ég hafi verið í aðförum gegn manninum fyrrnefnda, þar sem minn tilgangur hafi átt að vera að særa hann, með því að mæta á þennan viðburð. Má maður ekki, vera ekki hrifinn, eftir deit á Tinder, hugsa um sín mörk, sínar tilfinningar, án þess að verða tekinn af lífi á twitter, fyrir að mæta á viðburð hjá druslugöngunni. Sem er fyrir alla?“ skrifaði konan í svari við fyrrnefndu tísti mannsins. Í þessari viku skapaðist mikil umræða um Druslugönguna á Twitter. Einn skipuleggjenda í stjórn Druslugöngunnar segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær og brugðist eins fljótt við og hægt var. Ef manneskja semsagt neitar þér að þá má ekki mæta á viðburði sem er tengd þér með öðrum? Nei ég bara spyr — Lena Björg (@lena_bjorg) July 23, 2022 Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir í yfirlýsingu sem birtist í gær á Twitter að umræddum meðlim skipulagsteymisins hafi verið boðið að víkja úr teyminu, sem hann hafi tekið. Þá hafi verið haft samband við konuna til að fullvissa hana um að málið yrði tekið föstum tökum. Færsla hans endurspegli ekki viðhorf göngunnar. Yfirlýsing stjórnar skipulagsteymis Druslugöngunnar árið 2022 pic.twitter.com/1h7xYDK7Vo— Druslugangan (@druslugangan) July 26, 2022 Fréttin var uppfærð klukkan 14:15.
Samfélagsmiðlar Druslugangan Tengdar fréttir Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52 „Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39 Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52
„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39
Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19