Þjálfari Lyngby, Freyr Alexandersson, er Leiknismönnum að góður kunnur en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari félagsins. Hann vonast væntanlega til að Dalügge hjálpi Leikni að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
„Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins.
Dalügge, sem er nítján ára, er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og kemur til Íslands í von um meiri spiltíma. Hann er uppalinn hjá Esbjerg en kom til Lyngby í byrjun þessa árs.
Leikni veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 1-9 samanlagt. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í Bestu deildinni en Leiknir, eða tólf. Næsti leikur Leiknismanna er ekki fyrr en mánudaginn 8. ágúst þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn.
Auk Dalügges fékk Leiknir Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðabliki. Maciej Makuszewski og Arnór Ingi Kristinsson yfirgáfu hins vegar Breiðholtsliðið á lokadegi félagaskiptagluggans.